Segir björn hafa passað sig í tvo daga

  Þriggja ára drengur, sem fannst í skóglendi eftir tveggja daga leit í Norður-Karólínu, segist hafa lifað þrekraunina af þökk sé birni sem veitti honum félagsskap í frostinu. Leitarflokkar fundu drenginn, Casey Hathaway, á fimmudag eftir að þeim barst tilkynning um barnsgrát í Craven-sýslu. Drengurinn var kaldur og blautur en að öðru leyti við góða heilsu. Þegar Hathaway týndist síðastliðinn þriðjudag, eftir að hafa verið úti að leika sér með tveimur öðrum börnum, voru aðstæður til leitar svo erfiðar að kalla þurfti leitarflokkana til baka meðan beðið var eftir því að veðrinu slotaði. Vitað var að drengurinn var ekki klæddur fyrir frosthörkurnar og hvassviðrið sem var í Craven-sýslu um miðja síðustu viku. Því var allt kapp lagt á að finna Hathaway, hundruð sjálfboðaliða komu að leitinni og stuðst var við dróna, þyrlur, kafara og leitarhunda. Drengurinn fannst svo í runna á fimmtudaginn eftir um tveggja daga veru í skóginum. Hann var fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem rannsóknir gáfu til kynna að þrátt fyrir allt væri Hathaway við hestaheilsu. Þegar hann var spurður hvernig í ósköpunum honum hefði tekist að lifa þetta af, einn í skóginum í vitlausu veðri, tjáði Hathaway foreldrum sínum og lögreglu að hann hafi í raun ekki verið einn. Vinalegur svartbjörn (Ursus americanus) hafi veitt honum félagsskap sólarhringana tvo. Hvort sem sú saga er sannleikanum samkvæmt eður ei segjast foreldrar Hathaway vera himinlifandi að fá drenginn sinn aftur í hendurnar, heilan á húfi. Hér að […]

Read More →

Við étum alltof mikið af þessu kjaftæði

Erpi fannst ekki flókið að elda án dýraafurða og ræktar meira að segja sínar eigin kryddjurtir. Rapparinn Erpur Eyvindarson, eða Blaz Roca hefur tekið veganúar föstum tökum og segir það ekki mikið mál að breyta til á þennan hátt enda fær í taílenskri og indverskri matargerð.  „Mér finnst gaman að prófa allt, þegar ég ferðast og ég hef borðað sporðdreka, bjöllur og önnur skordýr,“ segir Erpur sem ferðast hefur víða og er augljóslega óhræddur við að prófa sig áfram. „Þetta er smá áskorun, ekki bara að prófa margt nýtt, heldur að láta matinn ganga upp án þess að kjöt eða aðrar dýraafurðir komi þar að. Þetta minnir mig á það þegar ég var að læra myndlist og átti að gera eitthvað spennandi með takmörkuðum verkfærum og oft varð útkoman spennandi.“ Erpur segir málstað veganista höfða til sín en honum megi skipta í þrennt;  „Það væri hollt fyrir heiminn að fleiri yrðu vegan enda fer minna landrými í að metta ákveðið magn af grænmetisætum en kjötætum. Verksmiðjubúskapur á Vesturlöndum minnir helst á pyntingarbúðir. Þetta er bara Guantanamo! Sjálfur var ég í sveit og hef unnið á svínabúi og þetta er algjör viðbjóður. Þetta er auðvitað ekki alls staðar jafn slæmt en meðferð á svínum og kjúklingum er bara ógeð. Svo í þriðja lagi er spennandi að finna fyrir breytingum á líkamanum. Það er auðvitað léttara að melta grænmeti en kjöt, svínakjöt er óþolandi í maga. En manni leið hreinlega eins og […]

Read More →

Starfsmaður í Mjólkurkæli

Nettó Krossmóa leitar að öflugum starfskrafti í Mjólkurkæli 8-16 alla virka daga með mjöguleika á helgarvinnu ·        Starfsmaður í mjólkurkæli ·        18 ára og eldri ·        Áfylling ·        Pantanir ·        uppröðun Áhersla er lögð á ·         Styrkleika í mannlegum samskiptum ·        Skipulagshæfni ·        Reglusemi ·        Rík þjónustulund og skilningur á þörfum viðskiptavina ·        Sjálfstæði og jákvæðni ·        Stundvísi og áræðni   Allar nánari upplýsingar veitir: Verslunarstjóri á staðnum milli kl. 8 – 16 virka daga eða á email krossmoi@netto.is    

Read More →

Skýrsla 64

  Fór í bíó í gær á Skýrsla 64   Árið 1987 hurfu nokkrar manneskjur í Kaupmannahöfn um svipað leyti án þess að vitað væri til að þær tengdust á nokkurn hátt. Rúmum tuttugu árum seinna vekja þessi mannshvörf athygli Carls Mørk og félaga hans, Assads og Rose, hjá Deild Q í dönsku lögreglunni. Smám saman rekja þau óljósa slóð, annars vegar til þekkts læknis og forystumanns í nýjum stjórnmálaflokki og hins vegar til Sprogeyjar þar sem lengi var hæli fyrir afvegaleiddar stúlkur. Sá staður reyndist mörgum vistmönnum helvíti á jörð. Og til eru þeir sem vilja frekar drepa vitnin en láta ýmislegt sem þar gerðist komast upp.   Mjög góð mynd en fær 7,8 af  á   https://www.imdb.com/title/tt6916362/?ref_=nv_sr_1    

Read More →