Á leið til Stórliðsins AC Milan

Knatt­spyrnu­kon­an Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir er á leið til ít­alska stórliðsins AC Mil­an á láni frá Breiðabliki sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Berg­lind fór út að skoða aðstæður hjá ít­alska stórliðinu á dög­un­um og leist afar vel á aðstæður í Mílanó og mun hún skrifa und­ir samn­ing við fé­lagið á næstu dög­um sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

AC Mil­an leik­ur í A-deild­inni á Ítal­íu og er sem stend­ur í fjórða sæti deild­ar­inn­ar með 20 stig eft­ir fyrstu tíu leiki sína, ell­efu stig­um minna en topplið Ju­vent­us, en AC Mil­an á leik til góða á Ju­vent­us. „Ég get staðfest að ég fór út að skoða aðstæður hjá fé­lag­inu á dög­un­um og þar var allt til fyr­ir­mynd­ar,“ sagði Berg­lind í sam­tali við mbl.is í dag.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is mun fram­herj­inn skrifa und­ir láns­samn­ing út tíma­bilið. Berg­lind Björg mun því klára tíma­bilið með AC Mil­an og snúa aft­ur til Íslands um miðjan maí. Hún mun því missa af fyrstu tveim­ur leikj­um tíma­bils­ins með Breiðabliki, gegn FH, Sel­fossi en þessi 27 ára gamli fram­herji varð marka­hæsti leikmaður úr­vals­deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð með 16 mörk í sautján leikj­um.

Berg­lind þekk­ir ít­ölsku A-deild­ina ágæt­lega eft­ir að hafa spilað átta leiki með Verona árið 2017. Sú dvöl reynd­ist hins veg­ar hálf­gerð mar­tröð á end­an­um þar sem ekki var staðið við gerða samn­inga. Berg­lind fór einnig á láni á síðustu leiktíð þegar hún samdi við hol­lenska úr­vals­deild­arliðið PSV og sneri hún þá aft­ur til Íslands fyr­ir tíma­bilið hér heima.

 

Berglind Björg Þorvaldsdóttir vakti athygli stórliða fyrir frábæra spilamennsku í …

Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir vakti at­hygli stórliða fyr­ir frá­bæra spila­mennsku í Meist­ara­deild­inni á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði 10 mörk í sjö leikj­um

Ágústa Eva segir bólfélagaumfjöllun DV „ósmekklega“

Ágústa Eva er ekki sátt við umfjöllun DV.

Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir tjáir sig á Facebook-síðu sinni um umfjöllun DV þar sem birtur var listi yfir „eftirsóttustu bólfélaga Íslands.“ Umfjöllunin vakti mikla athygli en Ágústa Eva var þar efst á lista.   

„Rauðhærð, glæsileg og sterk eins og Lína langsokkur. Bæði karlar og konur nefndu hana oftar en nokkra aðra konu sem komst á blað. Ágústa vinnur slaginn og er eftirsóttasti kvenkyns bólfélagi Íslands,“ stóð við mynd af Ágústu Evu sem er allt annað en sátt við skrifin. 

Á myndinni sem fylgir umfjöllun DV má sjá marga þekkta einstaklinga, suma fáklædda en á listanum má meðal annars finna leikara, áhrifavalda og stjórnmálamenn. 

„Ósmekklegt með öllu, stilla upp fólki á nærfötunum, það sett í kynferðislegt samhengi og í ofan á lag það listað upp eins og á útsölubæklingi og dreift manna á milli,“ skrifar Ágústa Eva í færslunni. 

Hún segir vald fjölmiðla mikið en því fylgi einnig ábyrgð og það hafi verið misnotað og notað á annarlegan hátt í umræddri umfjöllun. Þá á hún bágt með að trúa því að svona hugsun viðgangist enn í dag. 

„Tilgangurinn er ofar mínum skilning. Það virðist sem “blaðamaður” hafi verið í einhverskonar annarlegu ástandi við þessi skrif eða jafnvel lyfjaður, trúi ekki að svona hugsun og yfirlýsingar séu viðteknar eða eðlilegar á okkar tímum.“