Blog

Eftirsóttustu bólfélagar Íslands – Þessu fólki vilja landsmenn sænga hjá!

 

Kynþokki Íslendinga er nokkurn veginn óumdeildur. Við höfum fúslega gengist við því að vera fallegasta þjóð í heimi (auk þess að eiga hreinasta vatnið, tærasta loftið, mikilfenglegustu fossana, bragðbesta hvalkjötið og spilltustu stjórnmálamennina), þó að erfitt kunni að reynast að skera úr um sannleiksgildið eða mælanleikann. Fyrirbærið hefur áhrif á okkur öll. Stundum kveikir kynþokki annarra óra um ástarleiki og gildir þá einu hver hjúskaparstaða þess er sem þá upplifir. Þó svo að einmaka sambönd séu algengasta sambandsformið í samfélaginu þýðir það ekki að þeir sem parast séu dauðir úr öllum æðum. Það er ofureðlilegt að girnast aðra – þó svo að með einmakasamningi sé tjáður vilji og ásetningur um að láta ekki undan löngunum heldur halda þeim huglægum. Kynþokki er afstætt fyrirbæri og tengist ekki alltaf því augljósa og yfirborðskennda. Stundum er það fasið sem lokkar, augnaráðið, eitthvað sem sagt er eða sýnileg afrek af einhverju tagi. Sýnileiki í fjölmiðlum getur að auki haft heilmikil áhrif á hvert órarnir beinast, einfaldlega vegna þess að suma sjáum við oftar en aðra.

DV leitaði á sínum tíma til nokkurra álitsgjafa um það hvaða Íslendingar væru álitlegustu bólfélagarnir og endurbirtum við nú niðurstöðurnar. Tekið skal fram að ekki var spurt um reynslu álitsgjafanna af raunverulegu kynlífi heldur aðeins hvaða einstaklinga þeir teldu eiga heima á listanum út frá þeirra eigin kynþokkamati.

Ágústa Eva Erlendsdóttir – Rauðhærð, glæsileg og sterk eins og Lína langsokkur. Bæði karlar og konur nefndu hana oftar en nokkra aðra konu sem komst á blað. Ágústa vinnur slaginn og er eftirsóttasti kvenkyns bólfélagi Íslands.

Skúli Mogensen – Athafnamaðurinn knái var langoftast nefndur til sögunnar bæði af kvenkyns og karlkyns álitsgjöfum. Hann hlýtur því titilinn eftirsóttasti karlkyns bólfélagi Íslands.

Helgi Björnsson – Hverjum finnst ekki rigningin góð? „Það er erfitt að lýsa sjarmanum, en hann er þarna,“ sagði ung kona í hópi álitsgjafa.

Saga Garðarsdóttir – Valkyrjuleg og einstakur húmoristi.

Sölvi Tryggvason – Fjölmiðlamaðurinn sem dvelur gjarnan í heitu löndunum og birtir af sér fínar myndir í jógastellingum heillar marga.

 

Gunnar Nelson – Kröftugur kroppur og einbeittur andi.

 

Friðrika Hjördís Geirsdóttir – Fríð og frambærileg kona með heillandi framkomu. „Ef hún og Skúli stæðu hlið við hlið, mundi ég alltaf velja hana,“ sagði gagnkynhneigður, kvenkyns álitsgjafi.

 

Lilja Birgisdóttir – Listakona og partur af Kling og Bang-klíkunni.

Þessi voru líka nefnd til sögunnar:

 • Kitty von Sometime – listakona
 • Kristinn Hrafnsson – ritstjóri Wikileaks
 • Rúrík Gíslason – landsliðsmaður í knattspyrnu
 • Dóra Júlía Agnarsdóttir – plötusnúður
 • Halldóra Geirharðsdóttir – leikkona
 • Krummi í Mínus – rokkari
 • Frosti Logason – útvarpsmaður
 • Hildur Eir Bolladóttir – prestur
 • Natalie G. Gunnarsdóttir – plötusnúður
 • Sunneva Einarsdóttir – samfélagsmiðlastjarna
 • Jóakim M. Kvaran – sirkuslistamaður
 • Hilmar Guðjónsson – leikari
 • Björn Bragi Arnarson – skemmtikraftur
 • Alda Villiljós – listakona
 • Þuríður Blær Jóhannsdóttir – rappari í Reykjavíkurdætrum
 • Tryggvi Gunnarsson, – leikari og leikstjóri
 • Logi Pedro Stefánsson – tónlistarmaður
 • Sólrún Diego – samfélagsmiðlastjarna
 • Ebba Guðný Guðmundsdóttir – sælkeri
 • Sumarliði V. Snæland – leikari
 • Páll Óskar Hjálmtýsson – stórstjarna
 • Katrín Jakobsdóttir – forsætisráðherra
 • Stefán Hallur Stefánsson – leikari
 • Guðmundur Óskar Guðmundsson – bassaleikari í Hjaltalín
 • Björk Eiðsdóttir – ritstjóri
 • Snærós Sindradóttir – verkefnastjóri hjá RÚV
 • Sara Björk Gunnarsdóttir – landsliðskona í knattspyrnu
 • Sigríður Thorlacius – söngkona
 • Ásdís María Viðarsdóttir – söngkona
 • Jón Þór Þorleifsson – athafnamaður og fyrrverandi rokkstjóri
 • Baldur Ragnarsson – tónlistarmaður í Skálmöld og fleiri böndum
 • Bjarni Benediktsson – fjármálaráðherra
 • Stefán Magnússon – Eistnaflugsstjóri og rekstrarstjóri á Skúla Craft bar
 • Matthías Már Magnússon – útvarpsmaður á Rás 2
 • Tryggvi Sigurbjörnsson – úrsmiður
 • Íslenska karlalandsliðið í fótbolta –  Harðir kroppar og hetjulund. – „Ég verð bara að nefna þá sem heild,“ sagði kona úr hópi álitsgjafa.
 • María Birta Bjarnadóttir – Leikkonan virðist heilla marga, enda var hún nefnd til sögunnar nokkrum sinnum af körlum jafnt sem konum.
 • Ólafur Darri Ólafsson – Hlýr og loðinn bangsi, sagði einn álitsgjafinn sem sagðist vera með dálítið Darrablæti.
 • Linda Pétursdóttir – Alheimsfegurðardrottningin og athafnakonan Linda er alltaf ómótstæðileg.
 • Emilíana Torrini – „Það sést bara langar leiðir hvað þessi kona hefur fallega sál,“ sagði einn álitsgjafanna dreyminn á svip.
 • Dagur B. Eggertsson – Borgarstjórinn þykir hafa ómótstæðilega lokka og einbeitt augnaráð.

 

 

Sólrún Diego hætt á Snapchat

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego.

Þrifsnapparinn Sólrún Diego er hætt á Snapchat en hún greindi fylgjendum sínum frá þessu á miðlinum fyrir stundu og DV.is  greindi fyrst frá.

Sólrún vakti fyrst athygli fyrir að sýna þrifráð á Snapchat og hafa tugþúsundir Íslendinga fylgst með henni í nokkur ár.

„Ég ætla að loka þessum miðli,“ segir Sólrún á Snapchat.

„Ég hef átt yndislegan tíma á þessum miðli. Hann hefur leyft mér að fá alls konar tækifæri,“ segir Sólrún sem ætlar meira að snúa sér að Instagram núna.

 

 

 

Samherji Alfreðs rekinn eftir partýstand

Mynd með færslu

 

Þýska úrvalsdeildarliðið Augsburg, hvar Alfreð Finnbogason leikur listir sínar, rak í gær brasilíska sóknarmanninn Caiuby. Caiuby hefur ítrekar mætt of seint á æfingar, skrópað og verið með vesen utanvallar.

Caiuby mætti ekki til æfinga hjá Augsburg að loknu vetrarfríi þýska fótboltans og bar þar við persónulegum ástæðum en skýrði það ekkert nánar.

Loks þegar hann skilaði sér aftur, 22 dögum of seint, þá var það ekki til að mæta á æfingar heldur til að mæta beint í partí. Þar birti hann fjölmargar myndir af sér um helgina.

Það var dropinn sem fyllti mælinn hjá forráðamönnum Augsburgar. Stefan Reuter, framkvæmdastjóri félagsins, kallaði Caiuby á fund í gær og rifti þar samningi hans.

Vesenið nú er ekki hið fyrsta á Caiuby. Haustið tók hann lest frá München til Augsburgar án þess að borga. Fyrir það fékk hann 22 þúsund evru sekt hjá þýskum dómstóli. Miðinn hefði kostað 25 evrur. Ári áður hafði hann ráðist á stuðningsmann liðsins í miðbæ Augsburgar.

Caiuby Fransisco da Silva er þrítugur og hefur leikið með Augsburg frá 2014. Áður var hann hjá Ingolstadt og Wolfsburg en hann hefur leikið í Þýskalandi frá 2008. Í 14 leikjum í vetur hefur hann skorað eitt mark og lagt upp annað.

Bluetooth Earbuds

 

 

 • Brand Name:DROUPNIR
 • Plug Type:Wireless
 • Function:For Mobile Phone,For Internet Bar,for Video Game,Monitor Headphone,HiFi Headphone,For iPod,Sport,Common Headphone
 • Wireless Type:Bluetooth
 • Connectors:None
 • Waterproof:No
 • Communication:Wireless
 • Active Noise-Cancellation:Yes
 • Support Memory Card:No
 • Is wireless:Yes
 • Support APP:No
 • Style:Ear Hook
 • Line Length:None
 • With Microphone:Yes
 • Resistance:32Ω
 • Support Apt-x:No
 • Model Number:i7s
 • Volume Control:Yes
 • Sensitivity:121±3dB
 • Frequency Response Range:20-20000Hz
 • Vocalism Principle:Dynamic
 • Control Button:Yes

 

 

Apple lokar FaceTime þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra

Myndaniðurstaða fyrir FaceTime

 

Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á aðila, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. Til stendur að loka á gallann í vikunni en þar til verður Group FaceTime ekki virkt. Nánar tiltekið virkaði gallinn á þann veg að hægt var að hringja í einhvern í gegnum Group FaceTime og plata forritið til að kveikja á myndavél og hljóðnema þess sem verið var að hringja í áður en viðkomandi svaraði.

Sjá má á Vef Apple að Group FaceTime sé lokað tímabundið.

 

Til stendur að loka á gallann í vikunni en þar til verður Group FaceTime ekki virkt.

 

https://www.Apple.com

 

 

Solskjaer bjartsýnn að fá að vera áfram á Old Trafford segir hann

Myndaniðurstaða fyrir ole gunna solskjaer Molde

 

Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær átti bara að taka tímabundið við stjórastöðunni hjá Manchester United en eftir átta sigra í fyrsta átta leikjunum aukast líkurnar með hverjum sigri að hann fái fastráðningu á Old Trafford

Ole Gunnar Solskjær segist nú vera farinn að undirbúa Manchester United liðið fyrir næsta tímabil og segir það skipta engu máli hvort hann verði stjóri liðsins 2019-2020 eða ekki. 

 

Það skiptir ekki máli hvort ég verð hér eða ekki. Mitt starf núna er að undirbúa liðið fyrir næsta tímabil,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við Guardian og hluti af því verður að spila uppöldum leikmönnum eins og þeim Mason GreenwoodJimmy Garner og Ethan Hamilton.

„Það eru nokkrir hæfileikaríkir strákar í unglingaliðinu sem við munum sjá í aðalliðinu á einhverjum tímapunkti til að undirbúa liðið fyrir næsta tímabili. Strákar eins og MasonJimmyEthan. Þetta snýst um að finna rétta tímann fyrir þá,“ sagði Solskjær.

„Þeir þurfa samt að hoppa fram fyrir menn eins Alexis [Sánchez], Juan Mata, og Romelu Lukaku sem hafa ekki spilað allt of mikið að undanförnu, “ sagði Solskjær en hann býst jafnframt ekki við að einhverjir leikmenn fari frá Manchester United í janúarglugganum. 

 

Eins og staðan er núna þá verða allir áfram hjá félaginu. Engir samningar hafa verið gerðir en það eru nokkrir dagar eftir og þá getur vissulega eitthvað gerst. Það verður samt gott þegar glugginn lokar og við getum einblínt á það að gera leikmenn félagsins betri,“ sagði Solskjær.

Ole Gunnar Solskjær hrósar sérstaklega Andreas Pereira sem margir sáu líklega kandídat til að fara frá félaginu í janúar. „Nei ég sé hann ekki fara á láni. Andreas hefur verið frábær á æfingum síðan að ég kom. Hann er leikmaður sem ég sé spila marga leiki fram til loka tímabilsins,“ sagði Solskjær.

Næsti leikur Manchester United, sá níundi undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, verður á móti Burnley á Old Trafford annað kvöld.