Skip to content
Advertisements

Bloggið Mitt

Ágústa Eva segir bólfélagaumfjöllun DV „ósmekklega“

Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir tjáir sig á Facebook-síðu sinni um umfjöllun DV þar sem birtur var listi yfir „eftirsóttustu bólfélaga Íslands.“ Umfjöllunin vakti mikla athygli en Ágústa Eva var þar efst á lista.    „Rauðhærð, glæsileg og sterk eins og Lína langsokkur. Bæði karlar og konur nefndu hana oftar en nokkra aðra konu sem komst á blað. Ágústa vinnur slaginn og er eftirsóttasti kvenkyns bólfélagi Íslands,“ stóð við mynd af Ágústu Evu sem er allt annað en sátt við skrifin.  Á myndinni sem fylgir umfjöllun DV má sjá marga þekkta einstaklinga, suma fáklædda en á listanum má meðal annars finna leikara, áhrifavalda og stjórnmálamenn.  „Ósmekklegt með öllu, stilla upp fólki á nærfötunum, það sett í kynferðislegt samhengi og í ofan á lag það listað upp eins og á útsölubæklingi og dreift manna á milli,“ skrifar Ágústa Eva í færslunni.  Hún segir vald fjölmiðla mikið en því fylgi einnig ábyrgð og það hafi verið misnotað og notað á annarlegan hátt í umræddri umfjöllun. Þá á hún bágt með að trúa því að svona hugsun viðgangist enn í dag.  „Tilgangurinn er ofar mínum skilning. Það virðist sem “blaðamaður” hafi verið í einhverskonar annarlegu ástandi við þessi skrif eða jafnvel lyfjaður, trúi ekki að svona hugsun og yfirlýsingar séu viðteknar eða eðlilegar á okkar tímum.“

Read More →

Sjö vinsæl kynlífsöpp

Snjallsímaöpp eru eins misjöfn og þau eru mörg. Sumir vilja kannski meina að kynlíf og snjallsíminn eigi ekki vel saman en aðrir eru augljóslega ekki sammála. Vefsíðan Mashable  hefur tekið saman sjö öpp sem hægt er að nota í forleik. Alveg frá því að nota símann sem fjarstýringu á kynlífstæki yfir í aðstoð við dónalegt tal. Þetta er allt hægt með símanum.   1. Dirty Game – Hot Truth or Dare 2. Kindu 3. OhMiBod 4. Desire 5. iKamasutra   6. Pleasure Machine 7. Honi  

Read More →

Verður barni þínu boðið áfengi eða ví­m­efni?

  „Áður en barnið þitt verður full­orðið eru yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að ein­hver muni beita það bein­um eða óbein­um þrýst­ingi til að nota áfengi eða önn­ur vímu­efni. Það verður að öll­um lík­ind­um vin­ur/​vin­kona, ná­granni eða eldra systkini en ekki ein­hver skugga­leg­ur ókunn­ur maður. Lík­lega verður viðkom­andi á svipuðum aldri og barnið þitt, eða lítið eitt eldri. Spurn­ing­in er aðeins hvenær þetta ger­ist. Á vef SÁÁ má finna áhuga­vert efni sem for­eldr­ar geta skoðað og nýtt sér sem for­vörn í upp­eldi barna sinna. Í ný­legri grein sem birt­ist á vefn­um seg­ir að eig­ir þú barn á aldr­in­um 12 til 13 ára mæl­ist stofn­un­in til þess að þú ger­ir eft­ir­far­andi til að minnka áhætt­una á að barnið þitt lendi í vanda tengd­um áfengi og/​eða fíkni­efn­um. „Áður en barnið þitt verður full­orðið eru yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að ein­hver muni beita það bein­um eða óbein­um þrýst­ingi til að nota áfengi eða önn­ur vímu­efni. Það verður að öll­um lík­ind­um vin­ur/​vin­kona, ná­granni eða eldra systkini en ekki ein­hver skugga­leg­ur ókunn­ur maður. Lík­lega verður viðkom­andi á svipuðum aldri og barnið þitt, eða lítið eitt eldri. Spurn­ing­in er aðeins hvenær þetta ger­ist. Hvað mun barnið þitt segja og gera þá? Það fer að miklu leyti eft­ir því sem þú seg­ir og ger­ir núna. Barnið þitt er í milli­bils­ástandi – nógu gam­alt til að skilja al­var­leika máls­ins og nógu ungt til að taka heils­hug­ar leiðbein­ing­um for­eldra sinna. Talaðu við barnið þitt um áfengi og önn­ur vímu­efni. Lærðu að hlusta á barnið þitt. […]

Read More →

Par­is Jackson seg­ir at­hygl­ina of mikla

Par­is Jackson er vin­sæl fyr­ir­sæta og söng­kona um þess­ar mund­ir. Álagið sem fylg­ir því að vera fræg er mikið að henn­ar mati Börn fræga fólks­ins koma reglu­lega fram í fjöl­miðlum þar sem þau út­skýra álagið sem fylg­ir því að vera barn í sviðljós­inu. Par­is Jackson er ein þeirra. Jackson hef­ur verið að vinna að því að und­an­förnu að byggja sig upp and­lega og lík­am­lega. Page Six grein­ir frá því að hún hafi glímt við þung­lyndi og kvíða, sjálfs­vígs­hugs­an­ir og sjálfsskaðandi hegðun frá því hún var ung­ling­ur. Hún inn­ritaði sig í meðferð við and­leg­um veik­ind­um í upp­hafi þessa árs en er nú út­skrifuð þaðan. Hún hef­ur greint frá því að nú sé hún minna á sam­fé­lags­miðlum en áður, hafi minnkað við sig vinnu og reyni að halda álag­inu í líf­inu í lág­marki. Par­is Jackson er fædd árið 1998 og er því rúm­lega tví­tug að aldri. Hún starfar sem leik­kona, söng­kona og fyr­ir­sæta. Hún er einka­dótt­ir Michael Jackson og Debbie Rowe. Faðir henn­ar fékk fullt for­ræði yfir henni. Hún ólst því upp á Neverland-búg­arðinum, ásamt bræðrum sín­um tveim­ur. Þegar hún var að al­ast upp lét faðir þeirra þau ganga um með grím­ur til að hylja and­lit þeirra, svo hægt væri að halda per­sónu­leg­um ein­kenn­um þeirra frá aug­liti al­menn­ings og fjöl­miðla. Hún hef­ur verið í basli með elti­hrelli að und­an­förnu sem hef­ur kom­ist í kast við lög­in út af hegðun sinni gagn­vart henni. Það hef­ur án efa einnig haft áhrif á hana að ný­verið kom […]

Read More →

5 upp­eld­is­ráð Sæ­unn­ar Kjart­ans­dótt­ur

Sæ­unn Kjart­ans­dótt­ir er sér­færðing­ur sem sér­hæf­ir sig í geðtengsl­um ungra barna og for­eldra. Hún hef­ur ritað fjöl­marg­ar bæk­ur og gef­ur les­end­um fimm upp­eld­is­ráð. mbl.is/​Hari   Sæ­unn Kjart­ans­dótt­ir er hjúkr­un­ar­fræðing­ur og sál­grein­ir frá Ar­bours Associati­on í London. Hún hef­ur starfað á geðdeild­um Land­spít­ala og frá 1992 hef­ur hún verið sjálf­stætt starf­andi við ein­stak­lingsmeðferð og fag­hand­leiðslu. Sæ­unn er höf­und­ur bók­anna Hvað geng­ur fólki til? Leit sál­grein­ing­ar að skiln­ingi (1999), Árin sem eng­inn man, Áhrif frum­bernsk­unn­ar á börn og full­orðna (2009) og Fyrstu 1000 dag­arn­ir. Barn verður til (2015). Sæ­unn er einn af stofn­end­um Miðstöðvar for­eldra og barna Hún seg­ir að und­an­far­in ár hafi verið gerðar marg­ar rann­sókn­ir á heilaþroska og tengslamynd­un for­eldra og barna sem all­ar bera að sama brunni: Tengslamynd­un hef­ur áhrif á mót­un barns­heil­ans og börn með ör­ugg tengsl eru bet­ur í stakk búin til að tak­ast á við lífið en jafn­aldr­ar þeirra með óör­ugg tengsl. Þau hafa jafn­framt betri heilsu á full­orðins­ár­um, lík­am­lega ekki síður en and­lega. Það er því til mik­ils að vinna. En hvernig bygg­ir maður upp ör­ugg tengsl við barnið sitt? Hér á eft­ir eru nokk­ur lyk­il­atriði sem hægt er að nota til hliðsjón­ar við upp­eldi barna. 1. Dragðu úr streitu barns­ins þíns „Ung börn eru full­kom­lega ósjálf­bjarga og þarfn­ast full­orðinn­ar mann­eskju, all­an sól­ar­hring­inn, sem set­ur sig í spor þeirra og dreg­ur úr van­líðan þeirra jafnt og þétt. Fyrstu mánuðina sýna börn fyrst og fremst van­líðan sína með því að gráta sem reyn­ir oft veru­lega á for­eldr­ana […]

Read More →