Pizza með forsteiktu beikoni og rjómaosti
- 1 pizzadeig
- 1 skammtur pizzasósa (mér finnst gott að nota tómata passata)
- Rifinn ostur
- 100 g forsteikt beikon
- Rauð paprika, smátt skorin
- Hreinn rjómaostur, magn eftir smekk
- Salt og nýmalaður pipar
- Fersk basilíka
Aðferð:
- Fletjið út pizzadeigið og leggið á pappírsklædda ofnplötu.
- Smyrjið botninn með sósunni og dreifið rifnum osti yfir.
- Steikið beikon og þerrið á eldhúspappír, raðið því á pizzuna og dreifið paprikunni yfir.
- Setjið nokkrar matskeiðar af rjómaosti á pizzuna og verið ekkert að spara hann. Bakið við 220°C í 10 – 12 mínútur. ! Ofnar eru auðvitað misjafnir og það gæti verið að þið þurfið að baka hana lengur en pizzan er klár þegar pizzan er gullinbrún.
- Þegar pizzan er komin út úr ofninum er gott að setja nokkur fersk basilíkulauf yfir.