Á leið til Stórliðsins AC Milan

Knatt­spyrnu­kon­an Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir er á leið til ít­alska stórliðsins AC Mil­an á láni frá Breiðabliki sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Berg­lind fór út að skoða aðstæður hjá ít­alska stórliðinu á dög­un­um og leist afar vel á aðstæður í Mílanó og mun hún skrifa und­ir samn­ing við fé­lagið á næstu dög­um sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

AC Mil­an leik­ur í A-deild­inni á Ítal­íu og er sem stend­ur í fjórða sæti deild­ar­inn­ar með 20 stig eft­ir fyrstu tíu leiki sína, ell­efu stig­um minna en topplið Ju­vent­us, en AC Mil­an á leik til góða á Ju­vent­us. „Ég get staðfest að ég fór út að skoða aðstæður hjá fé­lag­inu á dög­un­um og þar var allt til fyr­ir­mynd­ar,“ sagði Berg­lind í sam­tali við mbl.is í dag.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is mun fram­herj­inn skrifa und­ir láns­samn­ing út tíma­bilið. Berg­lind Björg mun því klára tíma­bilið með AC Mil­an og snúa aft­ur til Íslands um miðjan maí. Hún mun því missa af fyrstu tveim­ur leikj­um tíma­bils­ins með Breiðabliki, gegn FH, Sel­fossi en þessi 27 ára gamli fram­herji varð marka­hæsti leikmaður úr­vals­deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð með 16 mörk í sautján leikj­um.

Berg­lind þekk­ir ít­ölsku A-deild­ina ágæt­lega eft­ir að hafa spilað átta leiki með Verona árið 2017. Sú dvöl reynd­ist hins veg­ar hálf­gerð mar­tröð á end­an­um þar sem ekki var staðið við gerða samn­inga. Berg­lind fór einnig á láni á síðustu leiktíð þegar hún samdi við hol­lenska úr­vals­deild­arliðið PSV og sneri hún þá aft­ur til Íslands fyr­ir tíma­bilið hér heima.

 

Berglind Björg Þorvaldsdóttir vakti athygli stórliða fyrir frábæra spilamennsku í …

Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir vakti at­hygli stórliða fyr­ir frá­bæra spila­mennsku í Meist­ara­deild­inni á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði 10 mörk í sjö leikj­um

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: