„Áður en barnið þitt verður fullorðið eru yfirgnæfandi líkur á að einhver muni beita það beinum eða óbeinum þrýstingi til að nota áfengi eða önnur vímuefni. Það verður að öllum líkindum vinur/vinkona, nágranni eða eldra systkini en ekki einhver skuggalegur ókunnur maður. Líklega verður viðkomandi á svipuðum aldri og barnið þitt, eða lítið eitt eldri. Spurningin er aðeins hvenær þetta gerist.
Á vef SÁÁ má finna áhugavert efni sem foreldrar geta skoðað og nýtt sér sem forvörn í uppeldi barna sinna.
Í nýlegri grein sem birtist á vefnum segir að eigir þú barn á aldrinum 12 til 13 ára mælist stofnunin til þess að þú gerir eftirfarandi til að minnka áhættuna á að barnið þitt lendi í vanda tengdum áfengi og/eða fíkniefnum.
„Áður en barnið þitt verður fullorðið eru yfirgnæfandi líkur á að einhver muni beita það beinum eða óbeinum þrýstingi til að nota áfengi eða önnur vímuefni. Það verður að öllum líkindum vinur/vinkona, nágranni eða eldra systkini en ekki einhver skuggalegur ókunnur maður. Líklega verður viðkomandi á svipuðum aldri og barnið þitt, eða lítið eitt eldri. Spurningin er aðeins hvenær þetta gerist.
Hvað mun barnið þitt segja og gera þá?
Það fer að miklu leyti eftir því sem þú segir og gerir núna. Barnið þitt er í millibilsástandi – nógu gamalt til að skilja alvarleika málsins og nógu ungt til að taka heilshugar leiðbeiningum foreldra sinna.
- Talaðu við barnið þitt um áfengi og önnur vímuefni.
- Lærðu að hlusta á barnið þitt.
- Hjálpaðu barninu að vera sátt við sjálft sig.
- Hjálpaðu barninu að þróa sterkt gildismat.
- Vertu barninu góð fyrirmynd varðandi neyslu áfengis og tóbaks.
- Hjálpaðu barninu að takast á við þrýsting jafnaldrahópsins.
- Settu skýrar reglur um að barnið þitt noti ekki áfengi eða önnur vímuefni.
- Ýttu undir að barnið þitt stundi heilbrigð og skapandi áhugamál.
- Vertu í samstarfi við aðra foreldra.
- Vittu hvernig þú átt að bregðast við ef vandamál koma upp.
Það getur haft mikil áhrif að ræða þessi mál við barnið þitt einmitt núna, og fylgja því síðan eftir með þeim ráðum sem nefnd voru hér að framan. Þannig getur þú hugsanlega aukið líkurnar á að barnið þitt segi NEI við áfengi og öðrum vímuefnum þegar þar að kemur.“
Jafnframt kemur fram í þessari grein að ást foreldra og umhyggja þeirra gæti verið lykillinn að því að barnið haldi sig frá áfengi og öðrum vímefnum.
Barnavefur mbl.is vill jafnframt minna á að fjölmörg börn sem leiðast út í fíkn eiga frábæra foreldra. Sjúkdómurinn fer ekki í manngreinarálit og það velur sér enginn að vera með hann. Góð fræðsla er samt stór þáttur í að reyna að fyrirbyggja að slíkt gerist.
Þessi grein styður að foreldrar þurfa að byrja snemma.