Verður barni þínu boðið áfengi eða ví­m­efni?

 

„Áður en barnið þitt verður fullorðið eru yfirgnæfandi líkur á ...

Áður en barnið þitt verður full­orðið eru yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að ein­hver muni beita það bein­um eða óbein­um þrýst­ingi til að nota áfengi eða önn­ur vímu­efni. Það verður að öll­um lík­ind­um vin­ur/​vin­kona, ná­granni eða eldra systkini en ekki ein­hver skugga­leg­ur ókunn­ur maður. Lík­lega verður viðkom­andi á svipuðum aldri og barnið þitt, eða lítið eitt eldri. Spurn­ing­in er aðeins hvenær þetta ger­ist.

Á vef SÁÁ má finna áhuga­vert efni sem for­eldr­ar geta skoðað og nýtt sér sem for­vörn í upp­eldi barna sinna.

Í ný­legri grein sem birt­ist á vefn­um seg­ir að eig­ir þú barn á aldr­in­um 12 til 13 ára mæl­ist stofn­un­in til þess að þú ger­ir eft­ir­far­andi til að minnka áhætt­una á að barnið þitt lendi í vanda tengd­um áfengi og/​eða fíkni­efn­um.

„Áður en barnið þitt verður full­orðið eru yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að ein­hver muni beita það bein­um eða óbein­um þrýst­ingi til að nota áfengi eða önn­ur vímu­efni. Það verður að öll­um lík­ind­um vin­ur/​vin­kona, ná­granni eða eldra systkini en ekki ein­hver skugga­leg­ur ókunn­ur maður. Lík­lega verður viðkom­andi á svipuðum aldri og barnið þitt, eða lítið eitt eldri. Spurn­ing­in er aðeins hvenær þetta ger­ist.

Hvað mun barnið þitt segja og gera þá?

Það fer að miklu leyti eft­ir því sem þú seg­ir og ger­ir núna. Barnið þitt er í milli­bils­ástandi – nógu gam­alt til að skilja al­var­leika máls­ins og nógu ungt til að taka heils­hug­ar leiðbein­ing­um for­eldra sinna.

  • Talaðu við barnið þitt um áfengi og önn­ur vímu­efni.
  • Lærðu að hlusta á barnið þitt.
  • Hjálpaðu barn­inu að vera sátt við sjálft sig.
  • Hjálpaðu barn­inu að þróa sterkt gild­is­mat.
  • Vertu barn­inu góð fyr­ir­mynd varðandi neyslu áfeng­is og tób­aks.
  • Hjálpaðu barn­inu að tak­ast á við þrýst­ing jafn­aldra­hóps­ins.
  • Settu skýr­ar regl­ur um að barnið þitt noti ekki áfengi eða önn­ur vímu­efni.
  • Ýttu und­ir að barnið þitt stundi heil­brigð og skap­andi áhuga­mál.
  • Vertu í sam­starfi við aðra for­eldra.
  • Vittu hvernig þú átt að bregðast við ef vanda­mál koma upp.

Það get­ur haft mik­il áhrif að ræða þessi mál við barnið þitt ein­mitt núna, og fylgja því síðan eft­ir með þeim ráðum sem nefnd voru hér að fram­an. Þannig get­ur þú hugs­an­lega aukið lík­urn­ar á að barnið þitt segi NEI við áfengi og öðrum vímu­efn­um þegar þar að kem­ur.“

Jafn­framt kem­ur fram í þess­ari grein að ást for­eldra og um­hyggja þeirra gæti verið lyk­ill­inn að því að barnið haldi sig frá áfengi og öðrum ví­m­efn­um.

Barna­vef­ur mbl.is vill jafn­framt minna á að fjöl­mörg börn sem leiðast út í fíkn eiga frá­bæra for­eldra. Sjúk­dóm­ur­inn fer ekki í mann­greinarálit og það vel­ur sér eng­inn að vera með hann. Góð fræðsla er samt stór þátt­ur í að reyna að fyr­ir­byggja að slíkt ger­ist.

Þessi grein styður að for­eldr­ar þurfa að byrja snemma.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: