Par­is Jackson seg­ir at­hygl­ina of mikla

Paris Jackson er vinsæl fyrirsæta og söngkona um þessar mundir. ...

Par­is Jackson er vin­sæl fyr­ir­sæta og söng­kona um þess­ar mund­ir. Álagið sem fylg­ir því að vera fræg er mikið að henn­ar mati

Börn fræga fólks­ins koma reglu­lega fram í fjöl­miðlum þar sem þau út­skýra álagið sem fylg­ir því að vera barn í sviðljós­inu. Par­is Jackson er ein þeirra. Jackson hef­ur verið að vinna að því að und­an­förnu að byggja sig upp and­lega og lík­am­lega. Page Six grein­ir frá því að hún hafi glímt við þung­lyndi og kvíða, sjálfs­vígs­hugs­an­ir og sjálfsskaðandi hegðun frá því hún var ung­ling­ur.

Hún inn­ritaði sig í meðferð við and­leg­um veik­ind­um í upp­hafi þessa árs en er nú út­skrifuð þaðan. Hún hef­ur greint frá því að nú sé hún minna á sam­fé­lags­miðlum en áður, hafi minnkað við sig vinnu og reyni að halda álag­inu í líf­inu í lág­marki.

Par­is Jackson er fædd árið 1998 og er því rúm­lega tví­tug að aldri. Hún starfar sem leik­kona, söng­kona og fyr­ir­sæta. Hún er einka­dótt­ir Michael Jackson og Debbie Rowe. Faðir henn­ar fékk fullt for­ræði yfir henni. Hún ólst því upp á Neverland-búg­arðinum, ásamt bræðrum sín­um tveim­ur. Þegar hún var að al­ast upp lét faðir þeirra þau ganga um með grím­ur til að hylja and­lit þeirra, svo hægt væri að halda per­sónu­leg­um ein­kenn­um þeirra frá aug­liti al­menn­ings og fjöl­miðla.

Hún hef­ur verið í basli með elti­hrelli að und­an­förnu sem hef­ur kom­ist í kast við lög­in út af hegðun sinni gagn­vart henni. Það hef­ur án efa einnig haft áhrif á hana að ný­verið kom út heim­ild­ar­mynd um meint kyn­ferðisof­beldi Michael Jackson, Lea­ving Neverland.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: