5 upp­eld­is­ráð Sæ­unn­ar Kjart­ans­dótt­ur

Sæunn Kjartansdóttir er sérfærðingur sem sérhæfir sig í geðtengslum ungra ...

Sæ­unn Kjart­ans­dótt­ir er sér­færðing­ur sem sér­hæf­ir sig í geðtengsl­um ungra barna og for­eldra. Hún hef­ur ritað fjöl­marg­ar bæk­ur og gef­ur les­end­um fimm upp­eld­is­ráð. mbl.is/​Hari

 

Sæ­unn Kjart­ans­dótt­ir er hjúkr­un­ar­fræðing­ur og sál­grein­ir frá Ar­bours Associati­on í London. Hún hef­ur starfað á geðdeild­um Land­spít­ala og frá 1992 hef­ur hún verið sjálf­stætt starf­andi við ein­stak­lingsmeðferð og fag­hand­leiðslu. Sæ­unn er höf­und­ur bók­anna Hvað geng­ur fólki til? Leit sál­grein­ing­ar að skiln­ingi (1999), Árin sem eng­inn man, Áhrif frum­bernsk­unn­ar á börn og full­orðna (2009) og Fyrstu 1000 dag­arn­ir. Barn verður til (2015).

Sæ­unn er einn af stofn­end­um Miðstöðvar for­eldra og barna

Hún seg­ir að und­an­far­in ár hafi verið gerðar marg­ar rann­sókn­ir á heilaþroska og tengslamynd­un for­eldra og barna sem all­ar bera að sama brunni: Tengslamynd­un hef­ur áhrif á mót­un barns­heil­ans og börn með ör­ugg tengsl eru bet­ur í stakk búin til að tak­ast á við lífið en jafn­aldr­ar þeirra með óör­ugg tengsl. Þau hafa jafn­framt betri heilsu á full­orðins­ár­um, lík­am­lega ekki síður en and­lega. Það er því til mik­ils að vinna. En hvernig bygg­ir maður upp ör­ugg tengsl við barnið sitt? Hér á eft­ir eru nokk­ur lyk­il­atriði sem hægt er að nota til hliðsjón­ar við upp­eldi barna.

1. Dragðu úr streitu barns­ins þíns

„Ung börn eru full­kom­lega ósjálf­bjarga og þarfn­ast full­orðinn­ar mann­eskju, all­an sól­ar­hring­inn, sem set­ur sig í spor þeirra og dreg­ur úr van­líðan þeirra jafnt og þétt. Fyrstu mánuðina sýna börn fyrst og fremst van­líðan sína með því að gráta sem reyn­ir oft veru­lega á for­eldr­ana því þeir vita oft ekki hvað amar að. Jafn­vel þó að þú skilj­ir ekki hvað er í gangi skipt­ir miklu máli að þú nálg­ist barnið þitt sem hugs­andi til­finn­inga­veru, ekki óþekkt­ar­anga, sem þarf ná­lægð, umönn­un og skiln­ing. Þannig nærðu niður streitu barns­ins en streit­u­stjórn­un er for­senda þess að barn geti síðar meir hugsað og hegðað sér skyn­sam­lega. Eft­ir því sem barnið eld­ist verður tján­ing þess fjöl­breytt­ari og það get­ur smátt og smátt fært líðan sína í orð en til þess þarf það þína hjálp.“

Hér er slóð á mynd­band sem sýn­ir áhrif streitu á heila barns.

htt­ps://​www.heilsu­vera.is/​efn­is­flokk­ar/​li­dan/​sam­skipti-og-tengsl/​tengsl-for­eldra-og-ung­barna/

2. Hlustaðu á barnið þitt, talaðu við það og settu orð á til­finn­ing­ar þess

„Temdu þér frá fyrsta degi að tala við barnið þitt. Horfðu fram­an í það og vertu vak­andi fyr­ir hvernig það bregst við, stund­um þarf það að líta und­an og finna þig svo aft­ur, en slík­ar pás­ur eru barn­inu ákaf­lega mik­il­væg­ar. Hér er slóð á mynd­band sem sýn­ir þetta mik­il­væga ferli htt­ps://​www.heilsu­vera.is/​efn­is­flokk­ar/​li­dan/​sam­skipti-og-tengsl/​tengsl-for­eldra-og-ung­barna/

Segðu barn­inu þínu alltaf hvað þú ætl­ar að gera áður en þú fram­kvæm­ir það, t.d. gefa því að drekka, setja það í bíl­stól eða klæða það úr föt­un­um. Þó að það skilji ekki orðin sem þú seg­ir nem­ur það hljóm­inn í rödd­inni þinni á sama tíma og þú til­eink­ar þér að nálg­ast það sem hugs­andi veru sem þarfn­ast jafn mik­ill­ar virðing­ar og til­lits­semi og full­orðin mann­eskja.

Þegar barn­inu þínu líður illa er ómet­an­legt að þú hjálp­ir því til að skilja hvað amar að. Þegar þú orðar líðan þess, til dæm­is: „Þú ert reið af því að þú mátt ekki horfa leng­ur á sjón­varpið,“ eða „Ég held að þú sért leiður af því að pabbi er ekki kom­inn,” hjálp­arðu því að skilja sjálft sig og það lær­ir að greina á milli ólíkra til­finn­inga. Það kemst að raun um að vond líðan verður skárri þegar maður get­ur talað um hana við ein­hvern sem sýn­ir henni skiln­ing. Með þessu móti lær­ir barnið smám sam­an að þekkja sjálft sig og síðar að skilja annað fólk.

Ef þú tem­ur þér að velta fyr­ir þér líðan barns­ins þíns mun það gera slíkt hið sama. Með tím­an­um til­eink­ar það sér að taka eft­ir hvað er að ger­ast innra með því, bæði til­finn­ing­um og hugs­un­um, og við það efl­ist geta þess til að þola erfiðar til­finn­ing­ar og vinna úr þeim á heil­brigðan hátt. Þeir sem hafa skert þol fyr­ir „nei­kvæðum“ til­finn­ing­um nota oft skaðleg­ar aðferðir til að finna ekki fyr­ir þeim, bæði börn og full­orðnir.“

3. Taktu líðan barns­ins þíns al­var­lega og hjálpaðu því við hvað sem því finnst erfitt

„Það er dýr­mætt að eiga góðar stund­ir þegar [þið] gerið eitt­hvað skemmti­legt sam­an en það er ekki síður mik­il­vægt að þú hjálp­ir barn­inu þínu að leysa vanda sem það ræður ekki við. Vandi ungra barna kann að virðast smá­vægi­leg­ur í aug­um hinna full­orðnu en það er lyk­il­atriði fyr­ir barnið að venj­ast því að þú sért vak­andi fyr­ir líðan þess og aðgengi­leg/​ur og vilj­ug/​ur til að hjálpa. Þannig verðurðu „ör­ugg höfn“. Sé þetta venj­an eykst innra ör­yggi barns­ins og það mun frek­ar leita sér hjálp­ar hjá öðrum þegar það þarf á því að halda og þú ert ekki ná­læg/​ur. End­ur­tek­in reynsla barns­ins af því að ein­hver sé til staðar fyr­ir það dreg­ur úr van­mátt­ar­kennd og kvíða en eyk­ur innri ró og sjálfs­traust. Full­vissa um að líðan þess skipti aðra máli vinn­ur gegn streitu barns­ins og ger­ir því kleift að gleyma sér í leik og síðar námi og starfi.“

4. Settu mörk

„Þó að þú tak­ir líðan barns­ins þíns al­var­lega þýðir það ekki að þú eig­ir alltaf gera eins og því þókn­ast. Stund­um þarftu að ganga gegn vilja barns­ins, sem ger­ir það reitt og von­svikið, en ein af skyld­um for­eldr­is er að vera full­orðna mann­eskj­an sem set­ur regl­ur og mörk. Þannig veit­irðu barn­inu nauðsyn­legt ör­yggi og þjálf­ar það í að taka mót­læti og til­lit til annarra. Oft mun barn­inu líka það illa og þá þarftu að þola reiði þess og höfn­un án þess að svara í sömu mynt. Þess í stað get­urðu sagt að þú skilj­ir að það sé ósátt en engu að síður megi ekki meiða aðra, nú sé hátta­tími eða að það megi ekki fara út.“

5. Vertu sann­gjörn/​sann­gjarn við sjálfa/​n þig

„Tengslamynst­ur eru ekki greypt í stein held­ur geta breyst æv­ina á enda. Þess vegna er aldrei of seint að nálg­ast barnið þitt eða ung­ling­inn á nýj­an hátt ef þér finnst þess vera þörf. Láttu þig samt ekki dreyma um að verða full­komið for­eldri því það er ekki hægt. Rann­sókn­ir hafa sýnt að í ein­ung­is þriðjungi sam­skipta for­eldra og barna er sam­hljóm­ur á milli þeirra, í þriðjungi til­vika mis­skilja for­eldr­ar og börn hvort annað eða valda hvort öðru óþæg­ind­um og þriðjung­ur sam­skipta geng­ur út á að laga það sem fór úr­skeiðis. Síðasti þriðjung­ur­inn er einna mik­il­væg­ast­ur því þannig lær­ir barnið heil­brigð sam­skipti: Þau eru ekki ein­föld en í ör­ugg­um tengsl­um tekst fólk á við það sem veld­ur van­líðan jafnt og þétt.

Ef þú hef­ur áhyggj­ur af tengsl­um við barnið þitt get­urðu leitað til heilsu­gæsl­unn­ar, annað hvort færðu fag­lega aðstoð þar eða starfs­fólkið vís­ar þér í viðeig­andi úrræði.“

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: